1.-3. bekkur er með fastan tíma einu sinni í viku í útikennslu. Hér eru nokkrar myndir frá því að þessi hópur fór ásamt leikskólanum út. Einnig er eitt myndband frá tónlistarstöðinni – sjá hér.
Author Archives: kristinerla
Mæla mæla
Nemendur í 4. – 5. bekk héldu áfram að vinna með stærðfræði í skóginum. Þeim var skipt í þrjá hópa. Hópur eitt fékk spæjarabók en í vetur ætla nemendur að velja sér eitt tré í skóginum og fylgjast með því. Nemendur völdu sér tré, mældu hæð og ummál þess og skráðu í spæjarabókina sína. Hópur tvö fékk það hlutverk að búa til rétthyrning úr greinum og mæla hversu marga fermetra ferningurinn er og þriðji hópurinn fór í skógarkeilu sem er alltaf jafn vinsælt. Veðrið lék við okkur það var sól en aðeins kalt og við sjáum rjúpu vappa um skóginn.
Vettvangsathugun
Bak í bak
Í nóvember er þema útikennslu stærðfræði. Nemendur í 4. – 5. bekk unnu með tungumál stærðfræðinnar þar sem þeir röðuðu saman mynd úr hlutum í náttúrunni eftir fyrirmælum annars nemanda.
Nemendur unnu saman tvö og tvö. Þetta var skemmtilegur leikur sem reyndi á færni nemenda til að lýsa því sem þeir gerðu og framkvæma samkvæmt fyrirmælum. Það var grenjandi rigning en við létum það sko ekki stoppa okkur heldur nýttum nýja skýlið í Listigarðunum.
Laufblaðaleit
Nemendur í 5. bekk fóru í laufblaðaleit. Þeir unnu 3 – 4 saman í hóp og fóru að finna laufblöð sem voru fjölbreytt að lit, formi og stærð. Við fórum í göngutúr á leið okkar inn í Kvennfélagsskóg. Þegar þangað var komið röðuðu nemendur laufblöðunum eftir lit, stærð og formum.
Hér má sjá stutt video af nemendum að vinna við flokkun laufblaða
Ráðstefna
Tálga og myndverk 4. – 5. bekkjar
Skordýraleit 4.-5. bekkjar
Útikennslunámskeið og skólaheimsókn
Í ágúst héldu Eygló og Kristín námskeið fyrir kennara á Suðurlandi á vegum Skólaþjónustu Árnesþings.
Námskeiðið byrjaði inn í skólanum þar sem farið var yfir sögu útináms í Flúðaskóla og sýndar myndir af ýmsum verkefnum. Því næst var útikennsluaðstaða Flúðaskóla sýnd og gæddum við okkur á nýbökuðu rúgbrauði sem við sóttum í hverinn.
Í september komu nokkrir kennarar úr grunnskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri í heimsókn til okkar til að kynna sér útikennslu í Flúðaskóla. Það er alltaf gaman og gefandi að fá heimsóknir og kynna það góða starf sem við erum að gera hér í Flúðaskóla.
Haustdagar
Núna í haust var allur skólinn saman í útivinnu hluta af degi. Tekið var til í skóginum, grisjað, lagað til í rjóðrum og sett kurl í stíga og rjóður. Í lokin fengum við okkur öll heitt kakó á eldstæðinu. Þessi vinna gekk mjög vel. Mikið gert á stuttum tíma
Þema mánaðarins
Útivikur 2014 – 2015
Útkennsluvikur í vetur verða eftirfarandi:
13. – 17. október
8. – 12. desember
2. – 6. mars
Stýrihópur 2014-2015
Skólaárið 2014-2015 er stýrihópur í útikennslu í Flúðaskóla skipaður;
Kristínu Erlu Ingimarsdóttur smíðakennara og Eygló Jósephsdóttur myndmenntakennara.
Skógardagar vorið 2014
Ýmis útikennsluverkefni veturinn 2013-2014
Ýmis skemmtileg verkefni hafa verið unnin í vetur.
- Það hefur verið samkennsla í samfélagsfræði í 3.-4. bekk. Þar sem útikennsla hefur verið fléttuð inn í námsefnið. Sem dæmi má nefna: stjörnuskoðun í skammdeginu í tengslum við námsefnið „Komdu og skoðaðu himingeiminn“, geimganga fuglatalning og skoðun, heimsókn í gróðurhús þar sem býflugur voru sérstaklega skoðaðar. Unnið úr efni fjörunnar, eftir fjöruferð á Stokkseyri.
- Yngsta stigið fór í útilegumannaleiki í tengslum við þema árshátíðarinnar.
- Litlu ólympíuleikarnir voru haldnir.
- 1.-3. bekkur fóru í ratleik þar voru ýmsar stöðvar s.s. athyglisleikir, stærðfræði og íslenska. Kosnir voru hópstjórar til að halda utan um sinn hóp.
- Hjá 1. og 2. bekk hefur verið einn fastur útikennslutími á viku sem Hrönn Axelsdóttir hefur séð um.
- Sundmót var haldið í maí líkt og undanfarin ár.
- Sleðaferð var hjá yngsta stigi. Farið var upp í Högnastaðarás.
- Skíðaferð var farin í febrúar hjá elsta stigi og í byrjun apríl hjá miðstigi.
- Haustganga var farin þar sem allur skólinn gekk Hvammsveginn að gömlu lauginni í Garði. Þar sagði Björg í Hvammi okkur sögu laugarinnar. Gengið var að Draugahver þar sagði Helgi í Hvammi okkur þjóðsöguna um hverinn.
- Náttúrufræðikennslan á mið- og elsta stigi hefur einnig markvisst farið fram utandyra svo og fleiri greinar.